Ísland segi sig úr Nató

Merki VG
Merki VG

Ungliðar í Vinstri græn­um skora á rík­is­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar að ganga frá úr­sögn Íslands úr Atlants­hafs­banda­lag­inu, Nató. Í stað þess að verja um fjórðungi úr millj­arði króna í aðild að banda­lag­inu ár hvert skuli stjórn­völd beina þeim fjár­mun­um til þró­un­ar­mála.

Það er Snærós Sindra­dótt­ir, rit­stýra Ill­gres­is, mál­gagns ungliða í VG, sem kall­ar eft­ir þessu fyr­ir hönd hinna yngri fé­lags­manna flokks­ins í leiðara í nýj­asta hefti rits­ins.

Orðrétt skrif­ar Snærós:

„Það er óþarfi að tí­unda þau morð eða þján­ing­ar sem sak­laus­ir borg­ar­ar hafa orðið fyr­ir af hendi Nató í gegn­um árin. Það næg­ir að segja að regl­ur Nató eru skýr­ar: Ef ég sé glitta í þína tönn þá mæti ég með skolt­inn í skottið á þér ... Ef við gæt­um verið svo­lítið meðvituð og gagn­rýn­in í hálf­tíma væri hægt að lyfta grett­i­staki í friðar­mál­um. Segj­um okk­ur úr Nató, hætt­um þessu rugli og eyðum 248,3 millj­ón­um króna í að bæta stöðu kvenna í þró­un­ar­lönd­um.“

Með kröf­unni er tekið und­ir kröfu þing­manna flokks­ins en eins og mbl.is hef­ur greint frá er eng­inn ágrein­ing­ur inn­an þing­flokks Vinstri grænna um að Íslandi beri að segja sig úr Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Kom þetta fram í sam­tali mbl.is við Ein­ar Ólafs­son, skáld og rit­höf­und, en hann lagði fram álykt­un á flokks­ráðsfundi VG í fyrra þar sem loft­árás­ir NATO í Líb­íu voru for­dæmd­ar.

Þá hef­ur Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra kallað eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild Íslands að Nató.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert