Kvöldfundur samþykktur á Alþingi

mbl.is/Hjörtur

Tillaga forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, um að þingfundur standi fram á kvöld var samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir hádegi með 30 atkvæðum gegn 17. Lilja Mósesdóttir alþingismaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hún hafði áður gagnrýnt harðlega að ekki væri samið á milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga um dagskrá þingsins til þess að komast hjá átakastjórnmálum.

Umræða um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarráðinu stóð fram á kvöld í gær og verður haldið áfram nú á eftir, en um aðra umræðu um tillöguna er að ræða. Miklar umræður sköpuðust áður en atkvæðagreiðslan fór fram um það hvort það tækist að klára þau mál sem ríkisstjórnin stefnir að því að ljúka fyrir þinglok í vor og hvort tilgangur væri þar af leiðandi með því að halda kvöldfund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert