Myndu þá forgangsraða öðruvísi

mbl.is/Hjörtur

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýndi einkum þingmenn Sjálfstæðisflokksins harðlega á Alþingi í dag fyrir að standa í vegi fyrir því að tekin væru mál fyrir í þinginu sem vörðuðu með beinum hætti hagsmuni heimilanna í landinu.

Nefndi hún sérstaklega að ekki hefði verið hægt að taka fyrir frumvarp um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar á köldum svæðum síðastliðinn mánudag vegna málþófs og það jafnvel af þingmönnum sem væru frá þessum köldu svæðum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði þessari gagnrýni á bug og sagði að þingmenn flokksins hefðu aldrei komið í veg fyrir að slík mál væru tekin fyrir á Alþingi. Ef stjórnarþingmönnum væri hins vegar einhver alvara um taka slík mál fyrir myndu þeir láta forgangsraða málum með öðrum hætti á Alþingi og taka slík mál fyrir áður en rædd væru stór og umdeild mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert