„Nú lendir forsetaembættið sjálft í meira ölduróti en nokkru sinni fyrr. Þótt áður hafi verið efnt til kosninga þegar sitjandi forseti gefur kost á sér til endurkjörs hafa aðstæður aldrei verið sambærilegar við það sem nú er,“ segir Björn Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni og segir allt stefna í harða kosningabaráttu um forsetaembættið.
„Sé það markmið Ólafs Ragnar að skila embættinu af sér sæmilega heillegu ætti hann að velta þeim kosti fyrir sér að draga það ekki inn í kosningaslaginn með framboði sínu,“ segir Björn. Hann segir að í hita leiksins verði ekki alltaf auðvelt fyrir andstæðinga Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að draga skil á milli hans og forsetaembættisins.
„Eftir að hann hefur setið að Bessastöðum í 16 ár er hann orðin samgróinn embættinu að erfitt er fyrir hann sjálfan að gera mun á því sem snertir hann persónulega og embættið sérstaklega. Yrði Ólafur Ragnar ekki í kjöri mundi kosningabaráttan snúast um einstaklinga í framboði. Framboð Ólafs Ragnars dregur forsetaembættið sjálft inn á vígvöllinn,“ segir Björn.