Meðal verkefna sem hefur fengið úthlutað úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar ern rannsókn á reynslu Íslendinga sem flust hafa til Noregs eftir efnahagshrunið. Höfundur rannsóknarinnar er Guðbjört Guðjónsdóttir og er um að ræða doktorsverkefni í mannfræði.
Rannsóknin leitast við að skoða reynslu Íslendinga sem flust hafa til Noregs í leit að vinnu í kjölfar hrunsins og bera reynslu þeirra við reynslu Íslendinga sem fluttust til Noregs fyrir 2008.
Hér er að mati stjórnar sjóðsins um mjög áhugavert verkefni að ræða, þar sem leitað er samtíma upplýsinga og skýringa einstaklinganna sjálfra á ástæðum flutninganna eftir hrunið 2008 og reynslu þeirra í nýju landi.
Þá fengu höfundar bókarinnar Á rauðum sokkum, sem kom út árið 2011, einnig styrk.
Verkið er að mati stjórnar sjóðsins mikilvægt framlag til sögu og skilnings á réttindabaráttu kvenna hér á landi, einkum á 8. áratug síðustu aldar. Rauðsokkuhreyfingin og starf hennar er í forgrunni umfjöllunarinnar, en jafnframt er gerð grein fyrir samstarfi hreyfingarinnar við konur innan verkalýðshreyfingarinnar og hvernig starf þeirra og barátta fyrir jafnrétti á vinnumarkaði fléttuðust saman.