Tveir fluttir á sjúkrahús

Slökkvilið Akureyrar að störfum - mynd úr safni
Slökkvilið Akureyrar að störfum - mynd úr safni Af vef slökkviliðs Akureyrar

Tveir voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri eftir að eldur kviknaði í þurrkara í fjórbýlishúsi við Skessugil  á Akureyri í gærkvöldi. Óttast var að þeir hefðu fengið reykeitrun eftir að hafa slökkt eldinn með duftslökkvitæki.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var tilkynnt um eldinn um hálf tólf leytið í gærkvöldi og fóru bæði slökkvilið og lögregla á staðinn. Höfðu húsráðendur komist út af sjálfsdáðum. Húsráðandi slökkti eldinn með aðstoð frá öðrum íbúa hússins með duftslökkvitæki. Slökkviliðið flutti mennina á sjúkrahús og reykræsti en mikill reykur var í íbúðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert