Vilja losna við Sorpu

Urðunarstaður Sorpu í Álfsnesi.
Urðunarstaður Sorpu í Álfsnesi. mbl.is/RAX

Íbúar í Mosfellsbæ leggjast gegn því að Sorpa fái áframhaldandi starfsleyfi í Álfsnesi. Þetta kemur fram í ályktun íbúafundar sem var haldinn í bænum í gær. Þar segir að starfsemin eigi ekki heima nálægt byggð meðal annars vegna lyktmengunar.

„Íbúafundurinn telur starfsemina ekki eiga heima nálægt byggð meðal annars
vegna lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum
árum til að bregðast við lyktarmenguninni hafa ekki skilað tilætluðum árangri.

Íbúafundurinn skorar á stjórn Sorpa og aðildarsveitarfélög að standa saman að því að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir starfsemin Sorpu,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert