Breytt gjöld í göngin

Gjaldhlið Hvalfjarðarganga.
Gjaldhlið Hvalfjarðarganga. mbl.is/Árni Sæberg

Tilskipun Evrópusambandsins um jafnræði neytenda mun leiða til þess að ekki verður leyfilegt að veita meiri afslátt en 13% á veggjaldi á Íslandi.

Að sögn framkvæmdastjóra Spalar ehf. sem sér um rekstur Hvalfjarðarganga mun fyrirtækið líklega hefja verðbreytingar innan tíðar. Í lok þeirra munu afsláttarkjör sem hingað til hafa verið allt að 72% verða 13% að hámarki.

Enn á eftir að hefja verðbreytingar í 1. verðflokki sem á við um bifreiðar undir 6 metrum sem í flestum tilfellum eru fólksbílar eða jeppar. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir,  að 93,5% af allri umferð um göngin tilheyra 1. verðflokki. Þar af
ferðast 55,7% á mesta afslætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka