Kirkjuráð samþykkir miðaldadómkirkju

Kirkjuráð samþykkti á síðasta fundi sínum að ganga til samstarfs um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti, enda verði unnið að því að staðsetja hana þannig að vel fari.

Hugmyndir um byggingu miðaldadómkirkju í Skálholti var kynnt sl. haust. Hugmyndin er að ferðaþjónustan og þjóðkirkjan taki höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skálholti með því að endurreisa þar miðaldadómkirkjuna og reka hana sem sjálfbært menningar- og sýningarhús. Það var Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sem kynnti þessar hugmyndir í haust.

Málið hefur verið rætt á þremur fundum í kirkjuráði. Niðurstaða þess að að kirkjuráð er tilbúið til að ganga til samstarfs um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er að vinna deiliskipulag fyrir Skálholt þar sem m.a verði gert ráð fyrir miðaldadómkirkju.

Kirkjuráð setur það skilyrði fyrir því að taka þátt í verkefninu að vandaðar kostnaðaráætlanir frá fyrirsvarsmönnum verkefnisins liggi fyrir svo og full fjármögnun stofnkostnaðar og rekstrar áður en samþykkt verður að fara í verklegar framkvæmdir. Tekið er fram að kirkjan sé ekki tilbúin til að taka fjárhagslega þátt í verkefninu og beri ekki áhættu af því að öðru leyti en því að kosta gerð deiliskipulags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert