Ráðning unglinga dregin til baka

mbl.is/Sverrir

Fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli sem höfðu ráðið sjötíu sautján ára unglinga af Suðurnesjunum í vinnu í sumar hafa dregið ráðninguna til baka vegna þess að þeim er óheimilt að gera sérstaka öryggisskoðun á börnum.

Öryggisskoðun er hluti af öryggisreglum fyrirtækja sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Í frétt RÚV segir að ríkislögreglustjóri hafi metið það svo að ekki sé heimilt að bakgrunnsskoða unglinga undir lögaldri.

Málið er til skoðunar í innanríkisráðuneytinu, en von er á ákvörðun í málinu á morgun.

Mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjunum, ekki síst í yngst aldurshópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert