Endanleg skýring á strandi liggur ekki fyrir

Flutningaskipið Fernanda strandað á skeri í innsiglingunni í Sandgerði.
Flutningaskipið Fernanda strandað á skeri í innsiglingunni í Sandgerði. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ingi Tryggvason, formaður rannsóknarnefndar sjóslysa, segir að rannsókn á strandi flutningaskipsins Fernöndu við höfnina í Sandgerði sé enn á byrjunarstigi og ekki liggi enn fyrir hvað olli. „Skipstjórinn hefur þó ábyggilega farið of hratt eða skakkt inn í höfnina,“ segir Ingi. Auk þess er talið að tungumálaörðugleikar hafi spilað inn í.

Nefndin hefur tekið við gögnum um strandið frá Landhelgisgæslunni og lögreglu. Að sögn Inga má gera ráð fyrir að rannsóknin muni taka um 4-6 vikur. Því má vænta endanlegrar niðurstöðu í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert