Æfðu í Hvalfirði

Þyrlan MERLIN á flugi yfir varðskipinu Þór í Hvalfirði í …
Þyrlan MERLIN á flugi yfir varðskipinu Þór í Hvalfirði í dag. mynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór tók í dag þátt í björgunaræfingu í Hvalfirði með bresku freigátunni St. Albans og MERLIN-þyrlu hennar. Að lokinni æfingu fór fram athöfn til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í skipalestum sem leið áttu um Norður-Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni.

Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að vináttuheimsókn bresku freigátunnar sé mikilvægur liður í samstarfi LHG við samstarfsaðila á Norður-Atlantshafi.

Skipherra St. Albans, T.G. Sharpe, átti stuttan fund með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Gæslunnar, þar sem rædd var samvinna þjóðanna í öryggis-, eftirlits-, leitar- og björgunarmálum. Þá segir að nauðsynlegt sé að æfa reglulega saman og vera viðbúin ef óhöpp verði á hafsvæðinu.

Síðastliðin ár hefur St. Albans sinnt verkefnum á Adenflóa, að verja skipalestir fyrir sjóræningjaárásum. Hefur skipið því að undanförnu verið í talsvert ólíkum verkefnum. Fram kemur að fyrir komuna til Íslands hafi skipið tekið þátt í fjölþjóðlegri æfingu við Skotland og sé nú á leið til Hamborgar þar sem skipið muni síðar í maí taka þátt í hafnarhátíð sem muni fara fram í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert