Launamunurinn mikil vonbrigði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir það mikil vonbrigði að munurinn á launum kynjanna sé meiri hjá ríkisstarfsmönnum en hann er á almennum markaði. Hann segir þó að ýmislegt sé verið að gera innan stjórnkerfisins sem eigi að draga úr vandamálinu sem virðist ávallt vera til staðar.

Verið sé að leggja lokahönd á svokallaða jafnréttisvottun sem fyrirtæki og stofnanir gangist undir með það að leiðarljósi að fá vottun séu jafnréttismálin í lagi á viðkomandi vinnustað. Þetta hefur þó lengi verið í farvatninu og niðurstöðurnar ættu að vera löngu komnar fram að sögn Guðbjarts.

Hann bendir jafnframt á að rannsókn SFR sem leiddi í ljós 13,2% launamun kynjanna í vinnu hjá ríkinu hafi verið spurningakönnun. Hinsvegar hafi könnun PricewaterhouseCoopers verið bókhaldskönnun þar sem niðurstöðurnar séu nákvæmari en hún leiddi í ljós kynbundinn launamun upp á 6,6% á almennum markaði. Von sé á niðurstöðum úr sambærilegri könnun í ríkisrekstrinum.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert