Segir ríkisstjórnina vilja átök

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður. mbl.is

„Átökin eru orðin sjálfstætt markmið ríkisstjórnarinnar. Hún virðist kjósa átakastjórnmálin og jafnvel átök um mál sem hægt er að vinna í skaplegri sátt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni í dag. Þetta segir hann sjást á því að ríkisstjórnin hafi lagt fram 54 þingmál á síðasta degi sem slíkt hafi verið heimilt án þess að óskað væri afbrigða frá þingsköpum. Það sama hafi gerst í fyrra og árið þar á undan.

„Þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru þess vegna dæmigerð stefna hennar. Hún kýs átökin og reynir allt sem hún getur til þess að kalla þau fram. Ríkisstjórnin er þess vegna vandamálið, alveg bókstaflega talið og holdgervingur þess,“ segir Einar.

Hann segir það vera þessi vinnubrögð sem kalli fram átökin sem setji mark sitt svo mjög á þingstörfin og hafi verið gagnrýnd. „Frá þessum vinnubrögðum verðum við að hverfa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert