Vill að ráðherrar VG láti í sér heyra

Jón Bjarnason, þingmaður VG.
Jón Bjarnason, þingmaður VG. mbl.is/Hjörtur

„Nú þegar framsal á landi Grímsstaða á Fjöllum kemur aftur upp þó með öðrum formerkjum sé er mikilvægt að standa í lappirnar en láta ekki hnén bogna,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á heimasíðu sinni í dag um þau áform sveitarstjórnarmanna á Norðausturlandi að kaupa landareignina Grímsstaði á Fjöllum og leigja hana næstu áratugina til kínverska fjárfestisins Huangs Nubos.

Hann segir að það ætti ekki að vera erfitt fyrir ráðherra VG „að standa gegn landaframsali sem þessu“ og láta í sér heyra í ljósi skýrrar stefnu flokksins í auðlinda- og umhverfis- og sjálfsstæðismálum.

„Ég þekki þó tóninn á ríkisstjórnarheimilinu hvað þetta og önnur viðlíka mál varðar og veit hversu mikilvægt það er að hafa strax varann á. Ég fullyrði að meginþorri íslensku þjóðarinnar standi með Ögmundi og þeim öðrum sem vilja standa vörð um íslenskar auðlindir, bújarðir og víðerni,“ segir Jón ennfremur og vísar þar til andstöðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við kaup Huangs á Grímsstöðum.

Heimasíða Jóns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert