Í dag, þriðjudaginn 8. maí, efnir Evrópustofa til borgarafundar með sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa.
Fundurinn er haldinn í Iðnó frá klukkan 17-18 og verður boðið upp á kaffi og kleinur.
Fundurinn er liður í Evrópuviku - sem Evrópustofa stendur fyrir í tilefni af Evrópudeginum 9. maí. Hann verður túlkaður í heild sinni, bæði inngangserindi sendiherrans sem og umræður í kjölfar þess, segir í tilkynningu frá Evrópustofu.