Ekki farið til hvalveiða í ár

Útlit er fyrir að hvalveiðar verði ekki stundaðar í sumar.
Útlit er fyrir að hvalveiðar verði ekki stundaðar í sumar. mbl.is/Kristinn

Hvalveiðar verða að óbreyttu ekki stundaðar við Íslandsstrendur í sumar, eins og Hvalur hf. áformaði. Þetta staðfesti Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í Morgunblaðinu í dag.

Ástæðan er sú, að sögn Kristjáns, að ekki hafa tekist samningar við Sjómannafélag Íslands um kaup og kjör háseta.

Sjómannafélagið gerir þá kröfu að Hvalur hf. greiði hásetum bætur fyrir þá skerðingu sem orðið hefur á sjómannaafslætti. Stjórnvöld hafa skert afsláttinn í áföngum og er hann nú helmingur af því sem var. Að sögn Kristjáns getur fyrirtækið ekki gengið að þessum kröfum. „Það kom flatt upp á mig að þeir héldu þessu til streitu. Við leggjum ekki línurnar í þessum efnum,“ segir Kristján.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert