Gríðarlegur fjöldi íbúa Fjarðabyggðar er nú staddur á íbúafundi um sjávarútvegsmál og stöðu Norðfjarðarganga er nú stendur yfir í Nesskóla á Norðfirði.
Hvert bílastæði kring um skólann er skipað og röðin af bílum sem lagt hefur verið nær alveg inn að kirkju.
Tilefni fundarins er frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðileyfagjöld og skýrsla KPMG um áhrif þessara frumvarpa í Fjarðabyggð.
Meðal frummælenda er Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, flutti ávarp í byrjun fundar og fundarstjóri er Smári Geirsson.
Einnig eru mættir til fundarins allir þingmenn Norðausturkjördæmis, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir. formaður og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, ásamt formanni LÍÚ, Adolf Guðmundssyni.