Umskipti á morgun

Éljagangur hefur verið á Norðausturlandi undanfarna daga. Myndin er úr …
Éljagangur hefur verið á Norðausturlandi undanfarna daga. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX

Íbúar á Norðausturlandi hafa ekki farið varhluta af éljagangi sem gengið hefur yfir landshlutann í norðanáttinni undanfarna daga. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að umskipti verði í veðrinu á morgun.

„Það verður nánast alveg hægviðri á morgun,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við mbl.is. Frá því á laugardag hefur gengið á með éljum allt frá Tröllaskaga og að Austfjörðum. Það hefur verið kalt og jörð hefur hvítnað sumstaðar, en hitinn hefur varla farið upp fyrir frostmark á daginn. Þetta mun hins vegar breytast á morgun.

„Það verður logn á morgun og vestanátt með aðeins skárra veðri á fimmtudag og föstudag,“ segir Teitur.

Vefur Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert