Bíða þarf niðurstöðu fleiri dóma

Umboðsmaður skuld­ara og Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja hafa tekið hönd­um sam­an um úr­vinnslu geng­is­tryggðra lána. Er það niðurstaða þeirra að ekki sé hægt að hefja end­urút­reikn­ing íbúðalána á grund­velli dóms Hæsta­rétt­ar síðan í fe­brú­ar vegna óvissu um reikn­ingsaðferð.

Kem­ur fram í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu frá þeim að búið sé að greina þau álita­efni sem nauðsyn­legt er að láta reyna á fyr­ir dómi.

Velja þurfi gaum­gæfi­lega þau mál sem skjóta þarf til dóm­stóla til að skera úr um óvissuþætti.

Mála­rekst­ur lán­tak­enda að kostnaðarlausu

Samstaða er um að reynt verði að tryggja að mála­rekst­ur verði lán­tak­end­um að kostnaðarlausu og að umboðsmaður skuld­ara gæti hags­muna þeirra. Óskað verður eft­ir flýtimeðferð hjá dóm­stól­um. Verði þeir við þeirri beiðni gætu fyrstu dóm­ar legið fyr­ir í haust.

Þann 9. mars 2012 heim­ilaði Sam­keppnis­eft­ir­litið fjár­mála­fyr­ir­tækj­um sam­starf sem miðar að því að hraða úr­vinnslu skulda­mála sem varða geng­is­tryggð lán í fram­haldi af dómi Hæsta­rétt­ar Íslands frá 15. fe­brú­ar 2012.

Auk fjár­mála­fyr­ir­tækja áttu umboðsmaður skuld­ara, Neyt­enda­stofa og talsmaður neyt­enda aðild að sam­starf­inu.

Var það sam­dóma álit þeirra að leita til óháðra lög­manna til að greina þau álita­efni sem nauðsyn­legt er að láta reyna á fyr­ir dómi, fara yfir dóms­mál sem nú eru rek­in fyr­ir dóm­stól­um m.t.t. þess hvaða mál geta dregið úr réttaró­vissu í kjöl­far dóms­ins og gefa leiðbein­ing­ar sem nýst geta við fram­setn­ingu á máls­ástæðum og val á dóms­mál­um sem reka skal til að draga úr réttaró­viss­unni.

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og Drómi hf. til­nefndu Aðal­stein E. Jónas­son hrl. og Stefán A. Svens­son hrl. Umboðsmaður skuld­ara til­nefndi Ein­ar Huga Bjarna­son hdl. og Sig­ríði Rut Júlí­us­dótt­ur hrl.

Lík­ur á að end­urút­reikn­ing­ur geti haf­ist þegar fleiri dóm­ar falla

Lög­menn­irn­ir hafa nú skilað sam­an­tekt þar sem til­greind eru um tutt­ugu ágrein­ings­efni sem reynt gæti á fyr­ir dóm­stól­um. „Ljóst er að við upp­kvaðningu fleiri dóma aukast lík­ur á því að hægt verði að hefja end­urút­reikn­ing og ekki þarf að bíða eft­ir úr­lausn allra ágrein­ings­efna áður en end­urút­reikn­ing­ur hefst,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Greind voru þau dóms­mál sem nú þegar eru fyr­ir dóm­stól­um vegna geng­islána. Í ljós hef­ur komið að í þeim fáu mál­um sem kunna að hafa for­dæm­is­gef­andi áhrif mun ein­ung­is reyna á örfá þeirra álita­efna sem nefnd eru í sam­an­tek­inni.

Næsta skref sam­starfs­ins er því að velja mál sem hent­ug eru til þess að bera und­ir dóm­stóla, með álita­efni lög­mann­anna í huga. Lík­legt er að höfða þurfi fimm til tíu mál til að fá svör við helstu álita­efn­un­um. Óskað verður eft­ir flýtimeðferð hjá dóm­stól­um og verði þeir við þeirri beiðni er von­ast til að dóm­ar Hæsta­rétt­ar í fyrstu mál­un­um geti legið fyr­ir í haust.

Til að hægt séð að fá úr þeim álita­efn­um skorið, sem nefnd eru í sam­an­tekt lög­mann­anna, þurfa ým­ist lán­tak­end­ur eða fjár­mála­fyr­ir­tæki að hafa frum­kvæði að máls­höfðun. Umboðsmaður skuld­ara mun gæta hags­muna þeirra lán­tak­enda sem verða aðilar að mála­rekstri á grund­velli sam­starfs­ins og til skoðunar er hvernig tryggja megi að hann verði lán­tak­end­um að kostnaðarlausu.

Helstu álita­efni sem þarf að fá úr skorið

Áður en end­urút­reikn­ing­ur á íbúðalán­um sem alltaf hafa verið í skil­um og falla und­ir dóm­inn get­ur haf­ist er mik­il­vægt að fá úr því skorið hvaða reikn­ingsaðferð skal nota og frá hvaða tíma­marki lán­taki var ekki leng­ur í góðri trú með að greiða samn­ings­vexti.

Áður en haf­ist verður handa við end­urút­reikn­ing annarra lána þarf að fá úr því skorið hvort lengd láns­tíma og fjár­hæð viðbót­ar­greiðslu falli und­ir for­dæmi dóms Hæsta­rétt­ar og þ.a.l. skamm­tíma­lán á borð við bíla­lán.

Ef ekki hef­ur verið greitt af láni í sam­ræmi við upp­haf­lega lána­skil­mála þarf að fá úr því skorið hvort það skipti máli að lánið hafi á til­tekn­um tíma verið í van­skil­um og þá hvort líta skuli á hvern gjald­daga sjálf­stætt eða á lánið í heild. Lík­lega þarf að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hef­ur ef lán­taki hef­ur notið greiðslu­úr­ræða, svo sem greiðslu­jöfn­un­ar, greiðslu­skjóls, breyt­inga á greiðslu­skil­mál­um eða greiðslu hluta af af­borg­un eða vöxt­um.

Hvað varðar fyr­ir­tæki og aðra lögaðila þarf að fá úr því skorið hvort og að hvaða marki dóm­ur­inn kann að að hafa for­dæm­is­gef­andi áhrif fyr­ir þau, seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert