Fátt hægt að finna að VMA

Góður starfsandi ríkir innan Verkmenntaskólans á Akureyri og eru samskipti …
Góður starfsandi ríkir innan Verkmenntaskólans á Akureyri og eru samskipti starfsfólks við nemendur góð. mbl.is/Skapti

Góður starfs­andi rík­ir inn­an Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri og eru sam­skipti starfs­fólks við nem­end­ur góð. Starfs­ánægj­an mæl­ist há, kenn­ar­ar hafa fjöl­breytta mennt­un og fag­legt frelsi þeirra er mikið. Þetta kem­ur fram í út­tekt sem gerð var á skól­an­um fyr­ir mennta- og menn­inga­málaráðuneytið.

Verk­mennta­skól­inn er stærsti fram­halds­skóli lands­ins utan Reykja­vík­ur. Í út­tekt­inni er fátt fundið að starf­sem­inni en meðal ann­ars er bent á að eitt­hvað sé um þung­lyndi, kvíða og tölvufíkn meðal nem­enda. Þá seg­ir að á upp­töku­svæði skól­ans skorti fleiri úrræði í sál­fræði- og geðlækn­isþjón­ustu.

Niður­skurður í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hér á landi hef­ur að miklu leyti komið niður á hús­næði og búnaði skól­ans, en minna á fag­legu starfi. Helstu styrk­leik­ar skól­ans eru tald­ir gæðakerfi hans, fjöl­breytt námsval, menntaðir kenn­ar­ar, góð þjón­usta við nem­end­ur með sérþarf­ir og al­mennt ánægðir nem­end­ur.

Veik­leik­arn­ir eru hins veg­ar þeir, að dregið hef­ur úr end­ur­mennt­un kenn­ara, op­inn hug­búnaður í skól­an­um virðist þá hamla starfi á sum­um braut­um, tæki þarfn­ast end­ur­nýj­un­ar og viðhalds.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert