„Fólk er komið á brúnina“

Nú þegar sumarið nálgast og hlýna tekur í veðri eiga …
Nú þegar sumarið nálgast og hlýna tekur í veðri eiga margir erfitt með að eiga fyrir nauðsynjum. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég tel að miklu fleiri séu í fjárhagserfiðleikum í dag. Þetta er fólkið sem er komið á brúnina,“ segir Harpa Njáls félagsfræðingur í tilefni af nýjum tölum Creditinfo sem sýna að um 26.400 einstaklingar á Íslandi séu nú í alvarlegum vanskilum.

Þórhallur Heimisson prestur hefur allt frá hruni hvatt til aðgerða til handa efnalitlu fólki. Hann kveðst daglega taka á móti fólki sem eigi um sárt að binda vegna bágra kjara.

Í þeim hópi séu hjón og sambúðarfólk sem deili vegna stöðugra fjárhagsáhyggna. Þá komi til hans fólk á sextugsaldri sem sé orðið úrkula vonar um að fá aftur vinnu. Almennt séu þessi mál þó í betri farvegi en fyrir tveim árum og „ýmis úrræði farin að virka betur en áður“.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, marga öryrkja búa við afar kröpp kjör og að fjárhagsstaða þeirra hafi ekki verið jafn slæm í áratugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka