Mikill meirihluti stjórnenda á móti ESB

Andstaðan er mest í sjávarútvegi en tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja …
Andstaðan er mest í sjávarútvegi en tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB. mbl.is/Reuters

Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri stjórnendakönnun MMR sem unnin var í samstarfi við Viðskiptablaðið. Greint verður ítarlega frá niðurstöðunum í Viðskiptablaðinu á morgun.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins.

Þá eru stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild að ESB en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Andstaðan er mest í sjávarútvegi en tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert