Mikill meirihluti stjórnenda á móti ESB

Andstaðan er mest í sjávarútvegi en tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja …
Andstaðan er mest í sjávarútvegi en tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB. mbl.is/Reuters

Meiri­hluti stjórn­enda í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um er and­víg­ur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta kem­ur fram í nýrri stjórn­enda­könn­un MMR sem unn­in var í sam­starfi við Viðskipta­blaðið. Greint verður ít­ar­lega frá niður­stöðunum í Viðskipta­blaðinu á morg­un.

Helstu niður­stöður könn­un­ar­inn­ar eru þær að 63,9% stjórn­enda í at­vinnu­líf­inu eru mót­falln­ir aðild að ESB en 36,1% hlynnt­ir af þeim sem tóku af­stöðu til máls­ins.

Þá eru stjórn­end­ur fyr­ir­tækja á lands­byggðinni eru lík­legri til að vera mót­falln­ir aðild að ESB en þeir á höfuðborg­ar­svæðinu. Andstaðan er mest í sjáv­ar­út­vegi en tæp 80% stjórn­enda út­gerðarfyr­ir­tækja eru and­snún­ir aðild að ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert