Málefnahópur Dögunar um málefni hælisleitenda og innflytjenda mótmælir harðlega dómi hérðasdóms yfir tveimur hælisleitendum frá Alsír, fimmtán og sextán ára drengjum, sem dæmdir voru í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins.
„Talið er að héraðsdómur hafi með dómnum brotið flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að hælisleitendur sem framvísa fölsuðum skilríkjum eigi að fá vernd gagnvart refsingu fyrir slíku, en í gegnum tíðina hafa íslenskir dómstólar hafa sætt athugasemdum frá Sameinuðu þjóðunum vegna endurtekinna brota á umræddum samningi. Þá er sérstaklega ámælisvert að börn skuli hafa verið vistuð í fangageymslum enda brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í fréttatilkynningu.