Framkvæmdir við smíði nýrrar brúar yfir Almannagjá að hefjast og lýkur í júní

Almannagjá
Almannagjá mbl.is/ÞÖK

Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir samþykkti á fundi sínum í gær smíði nýrrar brúar yfir Almannagjá. Gjáin hefur verið lokuð frá því í október í fyrra.

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að verkið muni taka nokkrar vikur og að því ljúki fyrri hluta júnímánaðar. Hann segir að verkið hafi farið seinna af stað en vonir hafi staðið til.

Samkeppni um hönnunina fór fram í vetur. Arkitektastofan Studio Grandi og verkfræðistofan Efla urðu fyrir valinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert