Ásatrúarmenn gefa í þyrlu

Gæslan hefur haldið nöfnum norrænna goða á lofti.
Gæslan hefur haldið nöfnum norrænna goða á lofti. mbl.is/Ómar

Ásatrúarfélagið fagnaði 40 ára afmæli sumardaginn fyrsta. Af því tilefni ákvað félagið að leggja fram tvær milljónir króna til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Gjöfin verður afhent á morgun um borð í varðskipinu Þór.

„Okkur langaði að vinna eitthvert þjóðþrifaverk og samfélagslega ábyrgt frekar en að vera með rándýr veisluhöld,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði í Morgunblaðinu í dag um ástæðu gjafarinnar. Hann sagði að litið hefði verið til þess hverjir hefðu haldið nöfnum norrænna goða á lofti. Þar væri Landhelgisgæslan í fremstu röð með varðskipin Óðin, Þór og Tý.

„Það hefur ekki farið framhjá okkur frekar en öðrum að það hefur verið peningaskortur hjá Landhelgisgæslunni,“ segir Hilmar Örn. „Við hugsuðum okkur hvort ekki væri hægt að búa til framtaksverkefni þar sem við legðum fram stofnfé í þyrlukaupasjóð og afhentum hann öldungaráði Landhelgisgæslunnar til varðveislu. Síðan yrði reynt að fá fleiri til þess að leggja málinu lið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert