Sátu föst í þrjár klukkustundir

Á leið á Hvannadalshnjúk.
Á leið á Hvannadalshnjúk. mbl.is/RAX

Hópur fjallgöngumanna lenti í ógöngum á Hvannadalshnúki í slæmu skyggni um liðna helgi. Fennt hafði yfir för sem áttu að leiða fólk niður fjallið og erfitt var að sjá sprungur sem eru margar á svæðinu.

GPS-staðsetningartæki fjallaleiðsögumannsins, sem fór fyrir hópnum, virkaði ekki sem skyldi og þurfti hann að notast við reynslu sína til þess að leiða hópinn niður. Fólkið sat fast í þrjár klukkustundir en er vanalega um hálftíma á toppnum. Fólkið hafði skilið bakpoka sína eftir neðar í fjallinu og var því matarlaust.

Í umfjöllun um svaðilför þessa í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nokkurt óöryggi hafi komið upp í hópnum sem var í símasambandi við vanan fjallamann til að fá leiðbeiningar. Til tals komst hvort hringja ætti í björgunarsveitir en á endanum skilaði hópurinn sér niður heilu og höldnu án þess að þess gerðist þörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert