Vilja auka kostnaðarþátttöku háskólanema

„Ungir sjálfstæðismenn vilja að nemar við ríkisrekna háskóla taki ábyrgð á eigin námi og taki aukinn þátt í kostnaði við menntunina, einkum þegar menn eru lengra komnir í námi. Þannig yrði til staðar hvati fyrir nemendur að sinna námi sínu af kostgæfni,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). 

Telja ungir sjálfstæðismenn að slíkt yrði til þess að draga úr brottfalli og stuðla að því að nemendur skráðu sig ekki í nám á þess að ætla sér að stunda það. Þá yrði það til þess að draga út útgjöldum ríkisins til málaflokksins.

Ályktunin í heild:

„Kennarar við Háskóla Íslands hafa kvartað yfir minnkandi ástundun og áhuga háskólanema á námi sínu. Skólayfirvöld virðist standa ráðþrota frammi fyrir þessum vanda og skilja ekkert hvað veldur. Ungir sjálfstæðismenn eru ekki í neinum vafa um að ástæðan er sú að nemar við ríkisrekna háskóla þurfa ekki að bera ábyrgð á eigin námi.

Ungir sjálfstæðismenn vilja að nemar við ríkisrekna háskóla taki ábyrgð á eigin námi og taki aukinn þátt í kostnaði við menntunina, einkum þegar menn eru lengra komnir í námi. Þannig yrði til staðar hvati fyrir nemendur að sinna námi sínu af kostgæfni. Þetta myndi einnig minnka brottfall með því að tryggja að nemar væru ekki að skrá sig í nám að óþörfu. Þá myndi ríkið geta dregið úr útgjöldum sínum í málaflokknum með þessum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka