Deilumálin lögð til hliðar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Umræðu á Alþingi um breytingar á stjórnarráðinu lauk á tíunda tímanum í kvöld eftir að þingflokksformenn sömdu um lyktir þess. „Við tókum til hliðar öll þau mál sem vitum að eru miklar deilur um og þau færast yfir í næstu viku,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokks.

Þá var samið um það, að stjórnarskrármálið fari á dagskrá á miðvikudag í næstu viku. Það verði rætt á föstudag og eitthvað á laugardag ef með þarf. „Hvað verður um önnur mál, vitum við ekki ennþá. Það er óljóst. Hún er algjörlega með ólíkindum forgangsröðunin hjá þessari ríkisstjórn.“

Gunnar Bragi segir enga færibandavinnu fara í hönd en lögð sé áhersla á að koma málum til nefndar sem þangað þurfi að komast, sérstaklega þau sem bíði fyrstu umræðu.

Þingfundur heldur áfram til miðnættis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert