„Mistök og þau hafa verið okkur dýr“

Stapi lífeyrissjóður.
Stapi lífeyrissjóður.

Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs segir á vefsvæði sjóðsins dómur Hæstaréttar í dag sé mikil vonbrigði, þó vitað væri að brugðið gæti til beggja vona. Niðurstaðan hafi þó ekki áhrif á stöðu Stapa eins og hún var kynnt á ársfundi nýlega, þar sem krafan var færð niður í bókum sjóðsins.

Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði ALMC, sem hét áður Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki, af kröfum Stapa lífeyrissjóðs um greiðslu tæpra 5,2 milljarða króna. Um er að ræða kröfur, sem var lýst of seint í bú bankans vegna mistaka lögmannsstofu.

„Mistökin voru gerð hjá lögmannstofunni. Ég vil þó taka fram að lögmannsstofan hafði starfað fyrir sjóðinn í um áratug og skilað góðu starfi, m.a. lýst fyrir sjóðinn hundruðum krafna án nokkurra mistaka. En að þessu sinni urðu mistök og þau hafa verið okkur dýr,“ segir Kári Arnór framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, og einnig að stjórn sjóðsins muni fara yfir málið næstu daga og þá komi í ljós hvort frekari viðbrögð verða af hálfu Stapa.

Hann segir jafnframt að óháður endurskoðandi hafi farið yfir málið og staðfest að öll gögn hafi verið afhent lögmannsstofunni góðum mánuði fyrir lok skilafrests. „Starfsmenn sjóðsins, sem unnu að þessu máli á sínum tíma, skiluðu af sér sínu verki með sóma og alveg eftir settum reglum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert