Getur þú farið í mál við banka?

Stefnt er að því að málshöfðanir verði skuldurum að kostnaðarlausu.
Stefnt er að því að málshöfðanir verði skuldurum að kostnaðarlausu. mbl.is

Á næstunni verður hringt í 5-10 manns sem tóku gengislán og þeir beðnir um að höfða mál gegn fjármálastofnuninni sem lánaði þeim. Tilgangurinn er sá að láta reyna á það fyrir dómi hvaða áhrif nýlegur hæstaréttardómur hefur á lán þeirra.

Þetta segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Verið er að kanna hvaða mál gætu komið til greina og síðan hefjast úthringingar.

Í gær sendu umboðsmaður skuldara og Samtök fjármálafyrirtækja frá sér fréttatilkynningu um að ekki yrði farið út í endurútreikninga gengistryggðra íbúðarlána á grundvelli dóms Hæstaréttar síðan í febrúar fyrr en ljóst verður hvaða reikniaðferð á að liggja fyrir.

„Þetta verða vonandi ekki meira en allt í allt 5-10 mál, þannig að það eru voðalega fáir sem munu fá svona símtöl,“ segir Svanborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert