Málþófið spillt nýliðunum

Mörður Árnason.
Mörður Árnason. Eggert Jóhannesson

„[Ég] held að þetta stöðuga málþóf hafi spillt mörg­um þeim þing­mönn­um sem sett­ust nýliðar í gamla sal­inn vorið 2009 eða 2007. Þeir eru hætt­ir að vanda sig í ræðustól, finnst í lagi að segja hvað sem vera skal,“ seg­ir Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um ástandið á Alþingi þessi dægrin.

Mörður skrifaði pist­il á vefsvæði sitt fyrr í kvöld, en eins og kunn­ugt er stend­ur yfir umræða á Alþingi um breyt­ing­ar á stjórn­ar­ráðinu. „Það er eng­inn að hlusta, það skipt­ir engu máli hvað þeir segja, það er bara að klára mín­út­urn­ar fimm og fara svo í andsvara­leik­ritið á eft­ir við þrjá eða fjóra koll­ega í tíu-tólf mín­út­ur í viðbót,“ seg­ir Mörður og bæt­ir við að regl­ur sem áttu að slá á málþóf hafi raun gert það mun auðveld­ara.

Þá bend­ir hann á að fyr­ir tutt­ugu mín­útna ræðu þurfi jafn­vel van­ur maður að und­ir­búa sig, vita að minnsta kosti sirka hvað hann ætl­ar að segja og í hvaða röð – þá þarf helst að hafa ein­hverja punkta og vera klár­lega til­bú­inn með end­inn. „Fyr­ir fimm mín­útna málþófs­ræðu þarf þokka­lega þjálfaður þingmaður ekki ein­us­inni að depla auga, bara opna munn­inn og láta vaða þangað til slegið er í bjöll­una.“

Enn­frem­ur seg­ir Mörður að málþófið snú­ist yf­ir­leitt gegn þeim sem þæfir. „Hann agar ekki mál sitt, skip­ar efn­inu ekki niður á skipu­leg­an hátt, gæt­ir ekki að sér í stíl og orðbragði, hætt­ir að bera virðingu fyr­ir því sem hann er að gera: Tjá sig frammi fyr­ir þjóðinni sem þjóðkjör­inn full­trúi á alþingi Íslend­inga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert