Refastofninn rannsakaður áfram

Refur í veiðihug.
Refur í veiðihug.

Ákveðið hefur verið að halda áfram rannsóknum á íslenska refastofninum sem dr. Páll Hersteinsson hóf 1979 en hann lést í fyrra. Melrakkasetur Íslands mun í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða standa fyrir rannsóknunum.

Mikilvægt er að fá gott þversnið af ástandi stofnsins og óskar Melrakkasetrið í Súðavík því eftir hræjum af öllum svæðum og frá öllum árstímum til krufninga. Ekki er greitt fyrir hræin.

Ríkið er nú hætt að styrkja refaveiðar og mörg sveitarfélög hafa einnig dregið úr stuðningi enda oft illa stödd í kreppunni. Snorri Jóhannesson er formaður Landssambands refaskyttna og hann hefur lengi verið ósáttur við að varið sé fé í rannsóknir sem skili litlu, segir hann. „Það kemur í ljós að hann étur fisk og fugl en það hafa menn alltaf vitað í þessu landi,“ segir Snorri. „En það er stöðugt verið að útskrifa líffræðinga og eitthvað þarf allt þetta fólk að gera.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert