Ásatrúarfélagið gefur í þyrlusjóð

Ásatrúarfélagið fagnaði 40 ára afmæli sumardaginn fyrsta. Af því tilefni ákvað félagið að leggja fram tvær milljónir króna til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Gjöfin var afhent í dag um borð í varðskipinu Þór.

„Okkur langaði að vinna eitthvert þjóðþrifaverk og samfélagslega ábyrgt frekar en að vera með rándýr veisluhöld,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði í Morgunblaðinu í gær um ástæðu gjafarinnar. Hann sagði að litið hefði verið til þess hverjir hefðu haldið nöfnum norrænna goða á lofti. Þar væri Landhelgisgæslan í fremstu röð með varðskipin Óðin, Þór og Tý.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert