Sjálfstæður gjaldmiðill hjálpaði Íslandi

Frétta­vef­ur banda­ríska viðskipta­blaðsins Wall Street Journal fjall­ar í dag um skulda­bréfa­út­gáfu ís­lenska rík­is­ins sem fram fór ný­verið og seg­ir hana til marks um að Ísland sé að ná sér á strik eft­ir efna­hagskrís­una á sama tíma og evru­ríki eins og Írland og Portúgal hafi ekki aðgang að alþjóðleg­um skulda­bréfa­mörkuðum.

Fram kem­ur í um­fjöll­un­inni að fjár­fest­ar tengi Ísland við hin Norður­lönd­in en ekki ríki á jaðri evru­svæðis­ins sem lent hafi í mikl­um efna­hagserfiðleik­um. Það sem einkum hafi hjálpað Íslend­ing­um að koma efna­hags­mál­um sín­um aft­ur á rétt­an kjöl hafi verið sjálf­stæð pen­inga­mála­stefna og gjald­miðill sem evru­rík­in hafi ekki.

Haft er eft­ir Cosimo Marasciu­lo, fram­kvæmda­stjóra hjá banda­ríska fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Pi­o­neer In­vest­ments að út­flutn­ing­ur Íslands hafi orðið sam­keppn­is­hæf­ari vegna þess sveigj­an­leika sem sjálf­stæður gjald­miðill hafi skapað. „Það fjar­lægði þær nei­kvæðu af­leiðing­ar sem urðu vegna hruns­ins og þetta er nokkuð sem er aug­ljós­lega ekki að ger­ast í Evr­ópu.“

Einnig er rætt við Jamie Stutt­ard hjá alþjóðlega fjár­fest­inga­fé­lag­inu Fidelity In­vest­ments sem tek­ur í sama streng. Hann seg­ir að Ísland og Írland hafi verið í svipaðri efna­hags­legri stöðu þegar efna­hagskrepp­an skall á lönd­un­um. Íslend­ing­ar hafi orðið fyr­ir mikl­um skelli strax í byrj­un en væru greini­lega bún­ir að ná sér eft­ir það.

Þá er að lok­um vísað í skulda­trygg­ingarálagið á Ísland sem fjár­fest­ar horfi til þegar þeir meti hversu ör­ugg­ar fjár­fest­ing­ar eru í ljósi áhætt­unn­ar af greiðsluþroti. Skulda­trygg­inga­álag Íslands sé nú sam­bæri­legt við önn­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins en þau sem átt hafa í mest­um efna­hagserfiðleik­um.

Frétt Wall Street Journal

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert