Tifandi tímasprengja í Mývatni

Mývatn
Mývatn mbl.is/Rax

Í Ytriflóa Mý­vatns ligg­ur 1000 lítra ol­íu­tank­ur, senni­lega full­ur af olíu, sem týnd­ist af drátt­ar­báti Kís­iliðjunn­ar hf. síðasta sum­arið sem hún starfaði. Þetta kem­ur fram í viðauka við verndaráætl­un Mý­vatns og Laxár. Þetta kem­ur fram í viku­blaðinu Ak­ur­eyri í dag.

„Mér finnst þetta af­leitt,“ seg­ir Árni Ein­ars­son, líf­fræðing­ur hjá Nátt­úru­rann­sókna­stöðinni við Mý­vatn, en Mý­vatns­svæðið er sér­lega viðkvæmt. Þar er, auk nátt­úru­feg­urðar­inn­ar, búsvæði margra fugla­teg­unda á Íslandi og sil­ungsveiði. Kís­iliðjan var starf­rækt nokkra kíló­metra frá vatns­bakk­an­um fram til árs­ins 2004 en kís­il­gúr var unn­inn úr leðju sem dælt var upp af botni Mý­vatns.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Árna varð óhapp síðustu dag­ana sem drátt­ar­bát­ur Kís­iliðjunn­ar í Mý­vatns­sveit var starf­rækt­ur. Munaði minnstu að bát­ur­inn sykki og í lát­un­um rann tankur­inn í vatnið. Starfs­menn urðu þess ekki var­ir fyrr en þeir sigldu í land. Ótækt var talið að liggja með tif­andi meng­un­ar­tímasprengju í vatn­inu og var leitað nokkr­um sinn­um sum­arið 2004 en án ár­ang­urs. Virðist sem málið hafi ætíð farið furðu hljótt.

Talið er að tankur­inn liggi á svæði aust­an Slút­ness. Um tíma stóð bauja  þar sem starfs­menn töldu lík­leg­ast að tankur­inn hefði horfið en bauj­an er löngu horf­in í dag. Árni seg­ir erfitt að kalla menn til ábyrgðar þar sem átta ár eru liðin síðan Kís­iliðjan hætti störf­um, seg­ir i viku­blaðinu Ak­ur­eyri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert