„Eins og hvert annað kærleiksheimili

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Hjörtur

„Alþingi getur því líka verið eins og hvert annað kærleiksheimili þegar sá gállinn er á mönnum,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, sem var ánægður með framgöngu þingmanna við atkvæðagreiðsluna um breytingar á stjórnarráðinu í morgun.

Á vefsvæði sínu bendir Björn Valur á að paranir séu algengar á Alþingi, sérstaklega sé þó algengt að para út. „Sem þýðir að stjórnarandstaða og stjórnarliðar hverju sinni sjá til þess að hið pólitíska hlutfall haldi sér í atkvæðagreiðslum þó forföll verði í öðru hvoru liðinu.“

Með þessu móti njóti hvorki stjórnin þess í mikilvægum málum að ná sínu fram ef viðurkennd forföll eru hjá stjórnarandstöðunni og stjórnarandstaðan notfærir sér ekki forföll í stjórnarliðinu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að meirihlutinn nái sínu fram. „Þannig gerðist það t.d. í atkvæðagreiðslum í þinginu í morgun í atkvæðagreiðslu um tillögu um skipan stjórnarráðsins sem hefur verið mjög umdeilt mál eins og allir vita,“ segir Björn Valur og vísar í vefsvæði Alþingis máli sínu til stuðnings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert