Álfheiður: „Þetta voru mistök“

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG. Ljósmynd/Magnus Fröderberg/norden.org

Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, kvaddi sér hljóðs í upp­hafi þing­fund­ar á Alþingi í dag og baðst vel­v­irðing­ar á að hafa í umræðum á Alþingi síðastliðinn mánu­dag lesið upp úr bréfi sem for­sæt­is­nefnd þings­ins barst frá Björgu Evu Er­lends­dótt­ur. „Þetta voru mis­tök,“ sagði Álf­heiður.

Þar kvartaði Björg Eva und­an um­mæl­um sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafði látið falla um hana í ræðustól Alþing­is en mik­il umræða skapaðist í þing­inu á mánu­dag um það með hvaða hætti þing­menn ættu að fjalla um fjar­stadda ein­stak­linga úr ræðustól þings­ins. Sagði Álf­heiður að sér hefði hlaupið kapp í kinn í umræðunum en Álf­heiður sit­ur í for­sæt­is­nefnd Alþing­is.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fór í ræðustól og fagnaði af­sök­un­ar­beiðni Álf­heiðar og rifjaði upp að hún sjálf hefði verið ávítt fyr­ir að hafa að ósekju brotið trúnað vegna upp­lýs­inga af fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. Hvatti hún til þess að sett­ar yrðu skýr­ar regl­ur um það hvað mætti upp­lýsa og hvað ekki.

Álf­heiður brást við um­mæl­um Vig­dís­ar með því að segja að það hefði verið smekk­laust af sér að upp­lýsa um inni­hald bréfs Bjarg­ar Evu en það hefði hins veg­ar ekki verið trúnaðar­brot. Bréfið hefði ekki verið bundið trúnaði held­ur ein­ung­is verið stílað á for­sæt­is­nefnd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert