Eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að Alþingi taki fyr­ir í næstu viku eitt af brýn­ustu stefnu­mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar en það séu breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. „Það er von mín og rík­is­stjórn­ar­inn­ar allr­ar að tak­ast megi að bera meg­in­til­lög­ur stjórn­lagaþings und­ir þjóðina í haust í al­mennri at­kvæðagreiðslu.“ Þetta seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir í grein sem birt er á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

„Þetta er mik­ils­vert mál og á ræt­ur í heit­streng­ing­um margra stjórn­mála­flokka um ára­tugi, meðal ann­ars um að inn­leiða á Íslandi bætt siðferði og aukið lýðræði. Það væri sann­ast sagna með ólík­ind­um ef minni­hluti þings­ins héldi áfram málþófi til þess að koma í veg fyr­ir fram­gang þessa máls í trássi við vilja meiri­hluta þings­ins og þriggja fjórðu hluta kjós­enda,“ seg­ir Jó­hanna.

Breyt­ing­ar muni marka tíma­mót

Þá seg­ir hún það fagnaðarefni að meiri­hluti Alþing­is skuli hafa samþykkt þings­álykt­un­ar­til­lögu sína um breyt­ing­ar á skip­an ráðuneyta á þriggja ára af­mæli rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Ég er þess full­viss að breyt­ing­arn­ar á Stjórn­ar­ráðinu munu marka tíma­mót og gera stjórn­sýsl­una sterk­ari, fag­legri og betri, ekki síst á sviði um­hverf­is-, auðlinda-, at­vinnu- og efna­hags­mála. Þrátt fyr­ir hrak­spár stjórn­ar­and­stöðunn­ar gef­ast hér mörg tæki­færi til bættra sam­skipta fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. Síðast en ekki síst geta breyt­ing­arn­ar ein­faldað sam­skipti Stjórn­ar­ráðsins og sam­fé­lags­ins alls og gert þau mark­viss­ari,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra í grein­inni.

Virði rétt lýðræðis­lega kjör­inna vald­hafa

Varðandi áform stjórn­valda um breytt fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi og hækk­un veiðigjalds seg­ir hún að það sé sann­gjarnt að al­manna­sjóðir taki til sín hluta af þeirri auknu fram­legð sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi fengið í sinn hlut með geng­is­hrun­inu.

„Ég veit að út­gerðar­menn eru þessu ekki alls­kost­ar ósam­mála og að þeir vita jafn vel og aðrir að þeir hafa ekki sjálf­dæmi um það frek­ar en aðrir hvað grein­in greiðir í al­manna­sjóði til að halda úti vel­ferðar­kerfi og grafa jarðgöng til sam­göngu­bóta svo nokkuð sé nefnt. Ég er þess full­viss að þeir muni virða rétt lýðræðis­lega kjör­inna vald­hafa til þess að taka end­an­leg­ar ákv­arðanir um auðlind­irn­ar,“ seg­ir Jó­hanna.

Loks seg­ir hún að fullt til­efni sé til að fagna á þriggja ára af­mæli rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Síðasta fjórðung kjör­tíma­bils­ins muni hún og Alþingi nýta til áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn­ar og aðgerða í skulda­mál­um heim­il­anna, fjölg­un­ar starfa, end­ur­skoðunar stjórn­ar­skrár­inn­ar, breyt­inga á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu, fram­gangs ramm­a­áætl­un­ar um vernd og nýt­ingu nátt­úru­auðlinda og fjölda annarra þjóðþrifa­mála í þágu al­menn­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert