„Við höfum tryggt okkur sæti í röðinni hjá nokkrum framleiðendum þegar þeir koma með nýja rafbíla á markað,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Northern Lights Energy, um fyrirhugaðan innflutning á rafbílum á næstu misserum.
„Þegar frumvarpið um breytingar á virðisaukaskattslögunum um niðurfellingu hluta virðisaukaskattsins af hreinorkubílum hefur verið samþykkt mun rekstrargrundvöllurinn skýrast. Þegar það gerist getum við lagt fram pantanir og þá kemur í ljós hvað við fáum mikið af bílum,“ segir Gísli ennfremur í Morgunblaðinu í dag um fyrirhugaðan innflutning á rafbílum á næstu misserum.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að í gegnum tíðina hafa ýmis áform um innflutning á rafbílum ekki gengið eftir og hefur það orðið vatn á myllu þeirra sem telja hugmyndir um rafbílavæðingu íslenska bílaflotans óraunhæfar.