Kostnaður við breytingar á húsnæði vegna breytingar á stjórnarráðinu gæti orðið 400 milljónir, jafnvel slagað upp í hálfan milljarð.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kostnaður við að breyta húsnæði vegna stofnunar innanríkis- og velferðarráðuneyta reyndist 243 milljónir, liðlega 80 milljónum meiri en áætlað var. Nú er áætlað að kostnaður við sameiningu ráðuneyta sem Alþingi heimilaði í gær, meðal annars nýtt atvinnuvegaráðuneyti, verði á bilinu 125 til 225 milljónir kr.