Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hittust á fundi í Ráðherrabústaðnum í dag m.a. til að ræða fjárlagagerð næsta árs. Þetta segir upplýsingafulltrúi stjórnvalda í samtali við mbl.is.
Fundinum lauk nú síðdegis eftir að hafa staðið yfir í um sjö klukkustundir.
Fram kemur á vef RÚV að stjórnarskrármálin hafi einnig verið til umræðu og þá hafi fulltrúar Hreyfingarinnar mætt til að taka þátt í umræðunni.