Sneri aftur til Eyja sökum veðurs

Herjólfur komst ekki inn í Landeyjahöfn sökum hvassviðris.
Herjólfur komst ekki inn í Landeyjahöfn sökum hvassviðris. mbl.is/Ómar

Herjólfur er nú kominn aftur til Vestmannaeyja þar sem ófært var til Landeyjahafnar. Fram kemur í tilkynningu að skipið hafi beðið í um 50 mínútur fyrir utan Landeyjahöfn en gat ekki siglt inn vegna mikils vinds, sem hafi verið allt að 30 metrar á sekúndu.

Þá segir í tilkynningu frá Eimskip að farþegar um borð bíði enn í skipinu með væntingar um að vind muni lægja og hægt verði að sigla til Landeyjahafnar.

Óvissa er með siglingar Herjólfs og því eru farþegar vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebooksíðu Herjólfs og síður 415 í textavarpi RÚV.

Þar verða settar inn fréttir um leið og þær liggja fyrir.

Næsta athugun verður kl. 17.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert