Funduðu um lánsveðslán

Full­trú­ar Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða funduðu ásamt stjórn­völd­um í dag um mögu­lega aðkomu líf­eyr­is­sjóðanna að 110% leiðinni einkum í tengsl­um við svo­kölluð lánsveðslán.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sagði í sam­tali við Rík­is­út­varpið í kvöld að það væru von­brigði að líf­eyr­is­sjóðirn­ir sæju sér ekki fært að ganga til samtarfs um að leysa úr lánsveðsvand­an­um. Á vef Rík­is­út­varps­ins er jafn­framt greint frá því að Stein­grím­ur hafi von­ast eft­ir því að já­kvæðari niðurstaða feng­ist á fund­in­um með for­svars­mönn­um líf­eyr­is­sjóðanna en hann seg­ir það von­brigði sjóðirn­ir hafi ekki talið sér fært að ganga til sam­trafs um að leysa úr lánsveðsvand­an­um á grund­velli til­lagna þeirra sem stjórn­völd lögðu fram.

„Við erum að at­huga hvort það geti ekki rúm­ast inn­an lag­anna að ganga hrein­lega til viðskipta þar sem við mynd­um selja slík lán sem eru að valda erfiðleik­um og fengj­um þá greiðslu í staðinn með skulda­bréf­um sem væru þá í rík­is­ábyrgð,“ sagði Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, í sam­tali við mbl.is.

Auk Stein­gríms og Arn­ars sátu þau Þórey S. Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, Odd­ný Harðardótt­ir fjár­málaráðherra, Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra og Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra fund­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert