Mikið öskufok í Fljótshverfi

Ökumenn þurfa að hafa varann á í öskufoki.
Ökumenn þurfa að hafa varann á í öskufoki. mbl.is/RAX

Mikið öskufok var víða á Suðurlandi í gær. Á svæðinu var þurrt og mikill vindur. „Það var aska út um allt,“ segir Gústav M. Ásbjörnsson starfsmaður Landgræðslunnar sem var á ferð á þjóðvegi 1 um Fljótshverfi í gærdag.

Vonskuveður var á svæðinu og nokkur vindur. „Það mátti bara sjá næstu stiku en ekkert meira. Ég segi ekki að það hafi verið hættulegt að vera á ferðinni en það er í það minnsta betra að fara varlega þegar svona er,“ segir Gústav.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert