Reiðubúin að verja ríkisstjórnina vantrausti

Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari. mbl.is

Þingmenn Hreyfingarinnar segja að takist samningar um framgang ýmissa mála sem rædd voru við ríkisstjórnina í gær lýsi þau sig reiðubúin að verja ríkisstjórnina vantrausti komi til þess. „Við höfum aldrei heitið ríkisstjórninni stuðningi gegn vantrausti en höfum stutt öll góð mál óháð uppruna þeirra,“ segir í fréttatilkynningu.

„Í gær áttum við ágætan fund með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, formönnum ríkisstjórnarflokkanna,“ segir í tilkynningu frá Hreyfingu. „Þar ræddum þau mál sem helst brenna á þjóðinni, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, persónukjör, gagnsæi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, leiðir til almennrar skuldaleiðréttingar og afnám verðtryggingar, sem og framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins.“

Þingmenn Hreyfingarinnar segja að til fundarins hafi verið boðað af hálfu Jóhönnu og Steingríms í kjölfar bréfs sem Hreyfingin sendum þeim um hugsanlegt samstarf um umrædd atriði. „Að okkar mati kalla þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu á aðgerðir að hálfu stjórnvalda og ábyrga afstöðu minnihlutans.

  Takist samningar um framgang ofangreindra mála lýsum við okkur reiðubúin að verja ríkisstjórnina vantrausti komi til þess. Við höfum aldrei heitið ríkisstjórninni stuðningi gegn vantrausti en höfum stutt öll góð mál óháð uppruna þeirra. Það er að okkar mati löngu tímabært að ríkisstjórnin forgangsraði með ofangreint í huga og forsenda þess að hún að sitja út kjörtímabilið. Okkur finnst brýnt að niðurstaða liggi fyrir í þessari viku,“ segir í tilkynningu Hreyfingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka