Þrjátíu tonna bjarg, sem er heimili þriggja kynslóða álfa, verður flutt af Sandskeiði til Vestmannaeyja í dag. Þar verður álfasteininum komið fyrir við Höfðaból, heimili Árna Johnsen alþingismanns.
Upphaf kynna Árna af steininum var í janúar 2010 þegar Árni lenti í alvarlegri bílveltu á Sandskeiði og endaði við steininn. Hann lét svo bjarga steininum frá því að lenda undir Suðurlandsveginum þegar vegurinn var breikkaður.