Metanbílaeigendur í hremmingum

Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík.
Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður sem lét breyta bíl sín­um í met­an­bíl seg­ir að hann hefði tæp­lega gert það hefði hann vitað í hvaða hremm­ing­um hann ætti eft­ir að lenda við að nálg­ast eldsneytið. Met­an er aðeins af­greitt á tveim­ur stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu, hjá N1 á Bílds­höfða og í Hafnar­f­irði. For­stjóri N1 seg­ir að sú staðreynd að fjöldi fólks hafi valið sér orku­gjafa sem tak­markað fram­boð er af sé ekki áhætta sem hvíli á herðum N1.

Gunn­ar Á. Bjarna­son lét breyta bíl sín­um um síðustu ára­mót og kostaði það 900.000 krón­ur. Hann seg­ist ekki hafa verið upp­lýst­ur um hve met­an væri af skorn­um skammti þegar hann lét gera þá breyt­ingu. Gunn­ar sendi bréf til N1 með af­riti til fjöl­miðla þar sem hann kvart­ar und­an tak­mörkuðu fram­boði á met­ani og seg­ir aðra met­an­bíla­eig­end­ur sem hann hafi rætt við á dæl­unni hafa sömu sögu að segja. 

Marg­ir þurfa frá að hverfa

Gunn­ar seg­ir að iðulega séu lang­ar biðraðir við met­an-dæl­urn­ar á stöð N1 í Ártúns­brekku. Ekki nóg með að dæl­ur séu fáar held­ur sé þrýst­ing­ur­inn í kerf­inu svo lé­leg­ur að bíl­ar fái oft ekki nema hálfa fyll­ingu og af­greiðslu­tím­inn sé mjög lang­ur. Þetta komi sér­stak­lega illa við eig­end­ur nýrra tvinn­bíla sem hafi mun minni tanka en breytt­ir bíl­ar. Að sögn Gunn­ars er ástandið sér­stak­lega slæmt á föstu­dög­um og öðrum anna­tím­um, þegar marg­ir þurfi að hverfa á braut án fyll­ing­ar. 

„Það er mik­il synd að svona ræf­ils­lega sé staðið að þjóðþrifa­máli eins og met­an­væðingu. Og ein­kenni­legt er að hugsa til þess að hið op­in­bera sé að byggja upp kúnna­basa hjá ykk­ur með því að niður­greiða op­in­ber gjöld af met­an­bíl­um og breyt­ing­um þegar ekki er til staðar af­greiðslu­geta á eldsneyt­inu,“ seg­ir Gunn­ar í bréfi sínu.

Eft­ir­spurn um­fram fram­leiðslu

Af­greiðslu­stöð N1 í Ártúns­brekku var opnuð árið 2008 og kostaði þá yfir 100 millj­ón­ir króna í bygg­ingu. „Við höf­um ein­ir viljað fjár­festa í búnaði til að selja þetta  gas, aðrir hafa ekki séð í því viðskipta­tæki­færi vegna kostnaðar og tak­markaðs fram­boðs,“ seg­ir Her­mann Guðmunds­son, for­stjóri N1, í svari við gagn­rýni Gunn­ars.

Ráðist var í fjár­fest­ing­una á Bílds­höfða vegna áætl­ana um stór­aukið magn í sölu á me­tangasi. Síðan þá hef­ur aukn­ing­in að sögn Her­manns orðið marg­falt meiri en Met­an ehf, Sorpa og N1 spáðu um í sín­um mód­el­um. „[Nú] er svo komið að nú­ver­andi fram­leiðsla á me­tangasi mun tæp­ast anna eft­ir­spurn að 12 mánuðum liðnum haldi þessi þróun áfram,“ seg­ir Her­mann.

N1 hef­ur á und­an­förn­um mánuðum fjár­fest í hylkj­um og öfl­ugri dælu fyr­ir 50 millj­ón­ir til að auka birgðarými og af­köst. Einnig ligg­ur fyr­ir beiðni frá N1 hjá Reykja­vík­ur­borg um að gefa leyfi fyr­ir nýrri dælu. Her­mann bend­ir hins­veg­ar á að tak­mörk séu fyr­ir getu þess metan­kerf­is sem nú er rekið.

Dreif­ing met­ans dýr 

Í lok mars var á Alþingi lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga um niður­fell­ingu gjalda á vist­vænt eldsneyti sem fram­leitt er inn­an­lands. Þar kem­ur fram að dreif­ing met­ans sé dýr og eigi það bæði við um flutn­ing frá fram­leiðslu­stað á sölustað og dælu­búnað. „Dreif­ing með gas­leiðslum virðist þó vera hag­kvæm­asti kost­ur­inn en fjár­fest­ing í upp­hafi er mik­il,“ seg­ir í til­lög­unni, sem Magnús Orri Schram þingmaður Sam­fylk­ing­ar mælti fyr­ir.

Í til­lög­unni seg­ir að mik­il­vægt sé að styðja við upp­bygg­ingu á dreifi­kerfi fyr­ir met­an, en að taka verði til­lit til tak­mark­ana sem eru á fram­leiðslu met­ans. Í dag er met­an fyrst og fremst fram­leitt úr sorp­haug­un­um á Álfs­nesi í sam­starfi Sorpu og N1 und­ir nafni Met­an hf. Á heimasíðu Met­an hf kem­ur fram að fram­leiðslu­geta á Álfs­nesi verði að lík­ind­um full­nýtt í árs­lok 2012.

Sorp baggað og breytt í metangas
Sorp baggað og breytt í me­tangas Mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert