„Með gæsahúð á hnjánum“

„Þetta var svo flott að ég var með gæsahúð á hnjánum.“ Þetta sagði tónlistarmaðurinn Halldór Gunnar Pálsson sem ferðast nú um landið og safnar röddum í lag sitt Ísland eftir að hafa tekið upp í Lágafellsskóla í dag þar sem krakkarnir lærðu lagið á nokkrum mínútum og sungu hástöfum stuttu síðar.

Nú hafa hátt í 6000 manns sungið inn á lagið en hér er hægt er að fylgjast með upptökuferlinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka