Nýjasta skipið selt úr landi?

Nýjasta fiskiskip Íslendinga, Heimaey VE-1, siglir til heimahafnar í Vestmannaeyjum …
Nýjasta fiskiskip Íslendinga, Heimaey VE-1, siglir til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær þar sem fjöldi fólks tók á móti skipi og áhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Ef sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar verða að lögum getur orðið nauðsynlegt að selja nýjasta skip íslenska skipastólsins úr landi. Það kom fram í ávarpi stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja þegar heimkomu HeimaeyjarVE-1 var fagnað í heimahöfn.

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja, gagnrýndi stjórnvöld fyrir áform um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld. „Hver getur trúað því að fólk sem nýtur einskis trausts og á að líkindum aðeins nokkra mánuði eftir á valdastóli skuli ætla að svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu og gera milljarðafjárfestingar verðlausar,“ sagði Gunnlaugur og bætti við að hann vonaði að hægt yrði að verjast þessu áhlaupi.

„Því er hins vegar ekki að leyna að ef fer sem horfir þá þurfum við sem ráðum Ísfélaginu að horfast í augu við þá staðreynd að það kann að vera nauðsynlegt að selja þetta glæsilega skip úr landi. Það yrði ömurlegur vitnisburður um íslenska stjórnarhætti,“ sagði Gunnlaugur. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kveðst Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, vongóð: „Við skulum vona að skipið fái verkefni við hæfi svo til þess komi ekki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert